17.7.2012 17:52:11
21.11.2011
Bandalag þýðenda og túlka reiðir fram árlegt Þýðingahlaðborð sitt
miðvikudaginn 23. nóvember kl. 17. Að þessu sinni verður dagskráin
haldin á efri hæð Bókabúðar Máls og menningar að Laugavegi 18.
Valinkunnir lesarar og þýðendur nokkurra nýútgefinna skáldverka verða á
staðnum og lesa upp. |
|
17.7.2012 17:51:05
28.9.2011
Bandalag þýðenda og túlka efnir til árlegrar dagskrár á Degi þýðenda,
föstudaginn 30. september næstkomandi, í Kassa Þjóðleikhússins,
Lindargötu 7, milli klukkan 15 og 17. Dagskráin er að þessu sinni haldin
í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og munu nýjar þýðingar
á nokkrum öndvegisverkum komandi vetrar verða til umfjöllunar.
|
|
17.7.2012 17:49:56
12.5.2011
Alþjóðavæðing og ögrun við íslensku og önnur tungumál
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður til hádegisfundar mánudaginn 16.
maí kl. 12.00 - 13.00 í húsnæði skólans í Nauthólsvík, í stofu Fönix 1
(M.1.07) á fyrstu hæð. Þar heldur Fernand De Varennes, prófessor við
Ethiopian Civil Service College í Addis Ababa, gestaprófessor við
Pekingháskóla, og dósent við Murdoch háskólann í Ástralíu fyrirlestur.
|
|
17.7.2012 17:42:15
19.4.2011
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi
Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 4. maí kl.
20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, samþykkt
reikninga og stjórnarkjör. - Einnig verður flutt stutt erindi um
ljóðaþýðingar úr hjaltnesku.
|
|
17.7.2012 17:41:09
7.4.2011
Vorið er komið og árlegt málþing meistaranema í þýðingafræði fer fram í
Aðalbyggingu í stofu 220 kl. 10-16 föstudaginn 8. apríl. Allir eru
velkomnir og það verða fjölbreyttir fyrirlestrar um þýðingar á
skáldsögum, ljóðum; frægum og minna frægum. Hver fyrirlestur tekur um stundarfjórðung. |
|
17.7.2012 17:39:23
28.3.2011
Bandalag þýðenda og túlka og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum efndu til
hádegismálstofu um raddtúlkun í Odda 23. mars sl. og erindin voru túlkuð
yfir á íslenskt táknmál. Fyrirlesarar, þær Arnþrúður Jónsdóttir og Árný
Guðmundsdóttir táknmálstúlkar, hafa veitt Þot leyfi til að vísa á
upptökuna á Netinu. |
|
17.7.2012 17:37:45
22.3.2011
-Hádegismálstofa 23. mars kl. 12 í stofu 206 í Odda
Í málstofunni verður fjallað um raddtúlkun, en það er túlkun yfir á
táknmál fremur en talaða íslensku. Fyrirlesarar eru Arnþrúður Jónsdóttir
og Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkar hjá Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heyrnarskertra.
|
|
17.7.2012 17:35:34
13.3.2011
IBBY í Þýskalandi ætlar að halda smiðju (workshop) og beina sjónum
einkum að þýðingum á bókmenntum fyrir unga lesendur og hlutverki
þýðandans. |
|
17.7.2012 17:24:56
24.2.2011
Vegna góðra viðbragða við hugmyndum um stofnun samtaka íðorðafólks
verður efnt til stofnfundar mánudaginn 14. mars 2011 að Neshaga 16, 4.
hæð kl. 16. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum orðfræðisviðs
Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabók Háskólans). |
|
17.7.2012 17:23:57
3.2.2011
7. febrúar kl. 14:00 að Þverholti 14 í Reykjavík.
Ríkiskaup, fyrir hönd Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins (ÞM),
auglýsir útboð vegna þýðinga á löggjöf ESB. Um er að ræða lagatexta á
ýmsum sviðum úr ensku á íslensku. Stefnt er að því að semja við a.m.k.
25 verksala. |
|