28.5.2013 15:06:23
Stjórn Bandalags þýðenda og túlka minnir á aðalfundinn sem verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á morgun, miðvikudagskvöldið 29. maí, kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar, skýrsla formanns og almennar umræður um þýðingastarfið. Einnig verður skipaður nýr heiðursfélagi.
|
|
12.5.2013 14:44:13
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi
Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 29. maí kl.
20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig verður kynntur nýr heiðursfélagi Bandalags þýðenda og túlka. Nokkrir stjórnarmenn hafa ákveðið að hætta og að þessu sinni verða kosnir formaður og tveir stjórnarmenn. |
|
25.4.2013 11:25:25
Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í bókamessunni í London sem haldin var dagana 15. - 17. apríl síðastliðinn. Þar var meðal annars kynntur nýr bæklingur sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman um nýjustu útgáfur á íslenskum verkum í enskum þýðingum, samtals 27 titlar. Síðastliðin 4 ár hefur Íslandsstofa haldið utan um íslenskan sýningarbás á bókamessunni í London. Í ár var hinsvegar í fyrsta skipti settur upp samnorrænn sýningarbás en þar komu saman norrænu bókmenntakynningarstofurnar sem og norrænir bókaútgefendur og umboðsmenn.
|
|
23.4.2013 19:45:37
Íslensku þýðingaverðlaunin 2013 voru veitt við hátíðlega athöfn á
Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, þriðjudaginn 23. apríl. Forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin sem í þetta sinn
féllu í hlut Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur fyrir þýðingu hennar á
"Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur" eftir Augusto Monterroso (útg.
Bjartur). Bandalag þýðenda og túlka óskar Kristínu Guðrúnu hjartanlega til hamingju.
|
|
20.4.2013 14:41:59
Bandalag þýðenda og túlka veitir Íslensku þýðingaverðlaunin 2013 við
hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, þriðjudaginn 23.
apríl kl. 16. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Athöfnin er öllum opin og verður boðið upp á léttar veitingar.
|
|
17.4.2013 17:33:15
Haustið 2013 verður boðið upp á tveggja ára meistaranám í ráðstefnutúlkun við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ráðstefnutúlkar starfa við túlkun á ráðstefnum og fundum um víða veröld.
Frestur til að sækja um námið hefur verið framlengdur til 29. apríl. Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. |
|
4.4.2013 19:32:53
María Antonia Mezquita Fernández frá háskólanum í Valladolid á Spáni heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum þriðjudaginn 9. apríl kl. 12 í stofu 106 í Odda í Háskóla Íslands.
|
|
4.3.2013 17:14:11
Nobuyoshi Mori, prófessor við Tokaiháskóla í Japan, flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, fimmtudaginn 7. mars í stofu 101 í Odda, kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Vandinn að þýða íslensk ljóð á japönsku“. Prófessor Mori hefur þýtt Kormákssögu og Hallfreðarsögu á japönsku og nýlega lauk hann við þýðingar á ljóðum nokkurra samtímaskálda. Í erindinu fjallar hann um mismun tungumálanna og mismundandi ljóðhefðir og þann vanda sem er við að fást þegar snúa á ljóðum úr íslensku á japönsku.
|
|
20.2.2013 17:49:22
Bókin Yfir saltan mar er komin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og
Háskólaútgáfunni. Bókin kemur út í tvímála ritröð stofnunarinnar og í
henni er að finna safn þýðinga á ljóðum argentínska ljóðskáldsins,
rithöfundarins og Íslandsvinarins Jorge Luis Borges. Þýðingarnar hafa
áður birst í blöðum og tímaritum og er þetta í fyrsta sinn sem þær eru
teknar saman og gefnar út í heild sinni. |
|
20.2.2013 17:39:29
Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.30-18.30 verður Alþjóðlega móðurmálsdeginum fagnað í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, með fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin er unnin í samstarfi við félagið Víðsýni. Alþjóðlega móðurmálsdeginum verður einnig fagnað í Gerðubergi laugardaginn 23. febrúar með yfirskriftinni Okkar mál.
|
|