13.6.2012 21:14:41
22.4.2008
Vefsíða Félags túlka, www.felagtulka.is, hefur verið opnuð. Þar er að finna upplýsingar um félagið sjálft, fræðslustarfið á vegum félagsins sem og margvíslegt fræðsluefni á sviði samfélagstúlkunar.
|
|
13.6.2012 21:13:34
21.4.2008
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir Íslensku
þýðingarverðlaunin á Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, 23. apríl 2008,
klukkan 13:00.
Tilnefnd eru:
Eiríkur Örn Norðdahl, fyrir þýðingu sína á bókinni Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Laethem.
Friðrik Rafnsson, fyrir þýðingu sína á Brandaranum eftir Milan Kundera.
Jón Kalman Stefánsson, fyrir þýðingu sína á Loftskeytamanninum eftir Knut Hamsun.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir, fyrir þýðingu sína á Módelinu eftir Lars Saabye Christensen.
Sigurður Pálsson, fyrir þýðingu sína á Skíðaferðinni eftir Emmanuel Carrère.
Dómnefnd skipuðu Silja Aðalsteinsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Árni Matthíasson.
|
|
13.6.2012 21:09:40
21.4.2008
Fjölmargir þýðendur og gestir mættu í hádegisspjall Bandalags þýðenda og
túlka og Þýðingaseturs Háskóla Íslands á miðvikudaginn var. |
|
13.6.2012 21:08:06
14.4.2008
Miðvikudaginn 16. apríl kl. 12:15 í stofu 311 í Árnagarði. Hádegisspjall
Bandalags þýðenda og túlka og Þýðingaseturs Háskóla Íslands verður á
miðvikudaginn kemur, 16. apríl, klukkan 12:15-13:00 í Árnagarði við
Suðurgötu. |
|
13.6.2012 21:04:05
8.4.2008
Laugardaginn 12. apríl kl. 10-16 í stofu 101 í Odda: Fjallað verður um þýðingar á Leiðarvísi puttaferðalangsins um
vetrarbrautina, Hringadróttinssögu, Birtíngi, Kristnihaldi undir Jökli,
Rokkað í Vittula, Fást, Pedro Páramo, Frú Bovary og Kannski er pósturinn
svangur. |
|
13.6.2012 21:02:16
8.4.2008
Miðvikudag 9. apríl kl. 17-19 í stofu HT-102 á Háskólatorgi: Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands standa fyrir
ráðstefnunni "Menningarbræðingur". Sérstök athygli er hér vakin á fyrirlestri Nönnu Gunnarsdóttur: "Þrautir þýðandans. - Þýtt í þröngan ramma." |
|
13.6.2012 21:00:08
7.4.2008
Eftirfarandi fimm þýðingar hafa verið tilnefndar til íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða síðar í mánuðinum.
Brandarinn eftir Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. Útg. JPV útgáfa.
Loftskeytamaðurinn eftir Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Útg. Uppheimar.
Módelið eftir Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Útg. Mál og menning.
Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Útg. Bjartur.
Skíðaferðin eftir Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. Útg. JPV útgáfa.
Dómnefnd skipuðu Silja Aðalsteinsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir og Árni Matthíasson.
|
|
13.6.2012 20:53:24
4.4.2008
Málþing um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum Þingholti, Hótel Holti, Bergstaðastræti 37 í dag, föstudaginn 4. apríl kl. 16-18 |
|
13.6.2012 20:49:09
1.4.2008
Á Hugvísindaþingi verður góður gestur í boði Þýðingaseturs Háskóla Íslands, en það er Jouko Nikkinen, yfirmaður finnsku túlkadeildarinnar hjá Evrópuþinginu. Hann heldur fyrirlestur sem hann titlar: „Stór“ og „lítil“ tungumál í samskiptum innan Evrópusambandsins eða "Big" and "small" languages in communication within the EU.
|
|
13.6.2012 20:47:06
1.4.2008
Bandalag þýðenda og túlka óskar Sigurði A. Magnússyni innilega til hamingju með áttræðisafmælið, 31. mars.
|
|