

|


Þú ert hér > Thot.is > Fréttir
Fréttir
21.2.2014 15:05:01
Frá Íslenska esperantosambandinu:
Klukkan átta næstkomandi mánudagskvöld, 24. febrúar, heldur doktor Haukur Þorgeirsson fyrirlestur um bragtöku barna og unglinga í húsnæði Íslenska esperantosambandsins á Skólavörðustíg 6b (hinni fornu Breiðfirðingabúð).
|
|
5.2.2014 00:45:08
Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16, mun Enrique Bernárdez, þýðandi og
prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra
bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til
þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af
spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á
borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi. Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og námsleiðar í spænsku við Háskóla Íslands og verður i Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101.
|
|
6.1.2014 20:06:01
Kynning á Esperanto sem þýðingarmáli verður í Esperantohúsinu á Skólavörðustíg 6b fimmtudaginn 9. janúar klukkan 20.
|
|
5.12.2013 21:40:41
Laugardaginn 7. desember 2013 verður haldin ráðstefna um þýðingar á milli norsku og íslensku. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu og lýkur kl. 16.00.
|
|
1.12.2013 20:15:08
Í dag, 1. desember 2013, var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna, sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt árlega síðan 2005. Verðlaunin eru ætluð til að heiðra þýðendur og vekja athygli á þætti þýðinga og framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta og bókmenntaarfs þjóðarinnar. |
|
19.11.2013 10:50:42
Næstkomandi fimmtudag, 21. nóvember, kl. 20 er komið að árlegu þýðingahlaðborði Bandalags þýðenda og túlka sem nú verður haldið í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Venju samkvæmt verður lesið upp úr nýlegum þýðingum og dagskráin í ár verður glæpsamlega spennandi, því í tilefni af fyrstu glæpasöguráðstefnu Íslands, Iceland Noir, sem haldin er um þessar mundir, var ákveðið að beina sjónum að glæpum í víðum skilningi.
|
|
25.9.2013 23:59:04
Bandalag þýðenda og túlka (Þot) heldur alþjóðlegan Dag
þýðenda 30. september hátíðlegan ár hvert, enda stofndagur félagsins. Í ár var
brugðið á það ráð að fagna deginum í samvinnu við Þýðingafræðibraut Háskóla
Íslands, sem á 10 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisfagnaðurinn verður
haldinn nk. mánudag kl. 15-17 í fyrirlestrasal HT101 á Háskólatorgi og þar
verður leitast við að svara spurningunni „Er hægt að kenna þýðingar?“
|
|
22.7.2013 13:59:03
Heimsþing esperantista er haldið í Hörpu og fer fram dagana 20.-27. júlí. Heimsþingið hefur verið árlegur viðburður síðan 1905 og hefur einu sinni áður verið haldið á Íslandi, eða árið 1977 þegar 1200 manns sóttu þingið í Reykjavík. Gestir þingsins í ár koma frá 55 þjóðlöndum og dagskráin er fjölbreytt og nær til margra sviða mannlífsins. Á þinginu verða sérstakir fræðslufyrirlestrar um íslensk málefni og einnig stendur gestum til boða íslenskukennsla. Einnig er hægt að kynna sér íslensk öndvegisrit sem hafa verið þýdd á esperanto, til dæmis þýðingar Baldurs Ragnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar, en bækurnar er hægt að kaupa á Amazon.
|
|
2.7.2013 12:20:16
Fimmtudaginn 27. júní var undirritaður í París samningur um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Að samningnum standa íslensk stjórnvöld og UNESCO. Aðalframkvæmdastjórinn, Irina Bokova, undirritaði samninginn af hálfu UNESCO, en Katrín Jakobsdóttir, fv. menningar- og menntamálaráðherra, hafði áður undirritað samninginn í apríl sl. Undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í aðalstöðvum UNESCO í París að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur.
|
|
30.5.2013 10:35:35
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka var haldinn í Gunnarshúsi í
gærkvöldi, miðvikudaginn 29. maí. Eftir skýrslu formanns um starfið á
liðnu ári og samþykkt ársreikninga var gengið til stjórnarkjörs. Magnea
J. Matthíasdóttir var kjörinn nýr formaður og einnig voru kosnir tveir
nýir stjórnarmenn, Birna Imsland og Gísli Ásgeirsson. Aðrir í stjórn eru
Petrína Rós Karlsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Marion Lerner.
Fráfarandi
formaður, Sölvi Björn Sigurðsson, skipaði Kristján Árnason
heiðursfélaga Bandalags þýðenda og túlka. Kristján þarf varla að kynna
fyrir landsmönnum enda hefur hann auðgað íslenska menningu með þýðingum
sínum um árabil, t.d. verkum eftir Thomas Mann, Partick Süskind, Goethe,
Aristófanes og Óvídus.
|
|
<<Fyrri Næsta>>
Til baka |
|
 |
 |