Þú ert hér > Thot.is > Um félagið

Um félagið
Bandalag þýðenda og túlka var stofnað 30. september 2004. Bandalagið er fagfélag þýðenda og túlka og tilgangur þess er að vinna að hagsmunum félagsmanna, efla kynningu á starfi þeirra, auka samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og símenntun, koma á samstarfi við sambærileg samtök erlendis og gæta hagsmuna og réttar þýðenda og túlka í samræmi við íslensk lög og alþjóðavenjur.

Félagar geta þeir orðið sem starfa við þýðingar eða túlkun, eru menntaðir þýðingafræðingar eða túlkar ellegar meðlimir í aðildarfélögum bandalagsins. Er það stjórnar að meta umsóknir þeirra sem eru utan þeirra félaga, samkvæmt reglum sem hún setur.

Bandalag þýðenda og túlka er meðlimur í CEATL (Conceil Européen des Associations de Traducteurs Littéraires).


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]